Smart Print
Fujifilm SmartPrint er kerfi til að prenta myndir beint úr snjallsímum, meðan þú bíður*. Í byrjum verður boðið upp á 10x10cm og 10x15cm í glans áferð. Allar aðrar stærðir og gerðir finnur þú á framköllunarvefnum okkar framkollun.ljosmyndavorur.is
Örstutt kynningarmyndband um Smartprint
Til að nota SmartPrint byrjar þú á að hlaða niður appinu SmartPrint
Fyrir Android
https://play.google.com/store/apps/details?id=de.softwarehouse.smartprint&hl=en
Fyrir iPhone
https://apps.apple.com/us/app/fujifilm-smartprint/id1370891978
Svo velja Ljósmyndavörur sem prentarann þinn. Þetta getur þú gert hvar sem þú ert í netsambandi.
Þegar þú ert búinn að setja upp Appið getur þú svo valið myndirnar í róglegheitum. Þegar pöntunin er klár kemur þú við í verslun:
Velur CONTINUE
svo ORDER NOW
Ferð á kassa og greiðir
Skannar þá QR kóða á SmartPrint stöð með símanum þínum, prentari fer af stað og prentar myndirnar þínar.
Fyrir Android síma þá þurfa þeir að vera með QR kóðalesara uppsettan. iOs notendur með uppfærða síma nota myndavélina í símanum sínum.
Verðið fyrir 10×10 og 10×15 er kr.50 pr mynd. Startgjald er kr.500, pantið fleiri myndir eða fleiri eintök til að fá allt að 10 myndir fyrir sama verð.
*Fyrir minni pantanir, prentun tekur óhjákvæmilega tíma.