Fujifilm X-T3

Fujifilm X-T3

Ein magnaðasta myndvél sem finnst þessa daganna.  Framúrskarandi bæði sem ljósmyndavél og kvikmyndatökuvél!  Frábær myndgæði, frábært úrval af linsum, frábært verð.

Sérvefur um X-T3 hér

 • Nýr X-Trans™* CMOS 4 & X-Processor 4
 • Nýr Phase detection AF á öllum rammanum
 • Nýtt Allt að 30 fps** stöðug myndataka án truflunar
 • Nýr íþróttamyndatöku glugga stilling
 • Nýjar s/h stillingar
 • Nýr Color Chrome effekt
 • Nýr 4K/60P 10 bita tökuháttur
 • Veðurhelt hús

Allt um vélina hér

Verðið finnur þú hér

Umfjöllun

Photography Blog

The Verge

Fujifilm X-T100

Fujifilm X-T100 body með linsu XC15-45mm.  Frábært fyrsta skref inn í Fujifilm X kerfið.  Framúrskarandi myndgæði, létt og meðfærileg vél og frábært verð.

 • 24.2MP APS-C CMOS Flaga
 • 2.36m-Díla 0.62x OLED EVF
 • 3.0″ 1.04m-Díla hallanlegur snertiskjár LCD
 • UHD 4K/15p og Full HD 1080/60p Video
 • Bluetooth orkusparandi með Wi-Fi
 • 91-Svæða tvinn sjálfvirkur fókus
 • ISO 100-51200, 6 rammar á sekúndu
 • SR+ Auto Mode og Filmu hermunar hættir
 • Aukagrip fylgir

Allt um vélina hér

Sérvefur um X-T100

Verð finnur þú hér í vefverslun

Jólakort

Gerum jólakort eftir þinni mynd.  Einföld kort finnur þú á framköllunarvefnum okkar hér .  Verðið er háð magni og umslag fylgir.  Venjulegur afhendingartími á jólakortum er einn virkur dagur og við framleiðum fram að jólum.

Gerum líka gömlu jólakortin þar sem þú setur mynd í tvöfalt kort.  Þarf að koma í verslun til að sjá hvað er til.

 

Fujifilm X-E3

Fujifilm X-E3 er bil milli tveggja heima.  Hún sameinar fágað, minimalískt útlit við framúrskarandi myndgæði og tækni í fremstu röð.

X-E3 er með 24M díla X-Trans CMOS III flögu með X-Processor Pro myndvinnsluflögu.  Hún er með 3.0″snertiskjá, þráðlausum samskiptum með Bluetooth, 4K kvikmyndatöku.  SR AUTO tökuhætti og fer upp í ISO 51200.

Fujifilm X-E3 byrjar í kr.159.900 með XF23mm F2 linsu.  Einstakur pakki þar á ferð.

Allt um Fujifilm X-E3

Sérsíða um X-E3

Flott myndband um ljósmyndatöku og X-E3

Verð finnur þú hér í vefverslun

Fujifilm X-T20

Fujifilm X-T20 hefur marga af aðaleiginleikum atvinnuvélarinnar X-T2 eins og 24M díla X-Trans III flögu og X-Processor Pro, 4k kvikmyndatöku osfrv.  X-T20 er með einfaldari tökuhætti og kemur án innbyggðrar veðurheldni.  Hún er hugsuð fyrir þá sem vilja hafa vélarnar eins léttar og mögulegt er, en myndgæði í hæsta gæðaflokki.  Bestu kaupin eru í X-T20 með XF18-55.  Linsan kostar kr.124.900 stök.  En X-T20 með XF18-55 kostar kr.169.900!  Frábær vél á frábæru verði.

Allt um Fujifilm X-T20

Kvikmynd um X-T20

Verð finnur þú hér

Fujifilm GFX50S

Fujifilm eru ekki hræddir við að fara aðrar leiðir en hjörðin.  Í upphafi X kerfisins sögðu þeir að APS-C flagan ætti mikið inni og til að hafa vélar sem meðfærilegastar myndu þeir þróða þá flögustærð.  Þeir hafa svo heldur betur sýnt það og  sannað að X-Trans flagan á í full tré við svokallaða „full frame (ff)“ vélar.  Fyrir þá sem vilja mestu mögulegu myndgæði bjóða þeir nú Fujifilm GFX50S

Hér sérðu allt um Fujifilm GFX50S

GFX er með flögu sem er miklu stærri en svokallaðar ff vélar.  Flagan í GFX er 43.8x32.9mm í vél sem er litlu stærri en ff vélar!

Það er óhætt að segja að Fujifilm GFX sé bylting í myndgæðum og verði.

Hér sérðu helstu upplýsingar um GFX

Myndband um Fujifilm GFX

 

Fujifilm X-T2

Fujifilm X-T2 er arftaki X-T1.  X-T2 er með X-Trans CMOS III flögu og X processor Pro örgjörva.  Hún er með endurbættum sjálfvirkum fókus, með mismunandi fókuskerfum (AF-C Custom).  Nýjum EVF skjá með 0,77 margfeldi, lokaratöf 0,005 sek, 100 fps live view.  4K kvikmyndatöku. Nýju auka aflaukningar gripi og vélin er veðurheld.

Myndband um vélina

Nánar um vélina hér

Verð finnur þú hér í vefverslun

Fujifilm XP90

xp90_dive

Fujifilm XP90 er frábær útivistarvél.  Hún er vatnsheld niður á 15m dýpi, þolir frost að -10 gráðum, höggheld – þolir að detta úr 1,75 metra hæð. Hún er líka rykheld.  Þetta er vélin fyrir útivistarfólkið sem lætur ekkert stoppa sig.

XP90 er með 5x linsuaðdrætti (jafngildi 28-140mm) og vitiborin stafrænan aðdrátt sem tvöfaldar aðdráttarsviðið án þess að skemma myndgæðin.  XP90 er með 16M díla BSI-CMOS myndflögu og hristivörn fyrir hámarks myndgæði.

Vélin er með fjölda tökuhátta m.a. hríðskota tökuhætti fyrir sportið.  Með öflugu WiFi til að færa myndir yfir á snjalltæki og til að stjórna vélinni frá snjalltæki.

Verðið finnur þú hér í vefverslun

Allt um vélina hér

XP90_blue

xp90_gul